Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5522 svör fundust

Hvað eru stofnfrumur og hvert er hlutverk þeirra?

Hér er einnig svar við spurningunni Hvaða eiginleika hafa stofnfumur sem nýtast við lækningar? Stofnfrumur eru ósérhæfðar, frumstæðar frumur sem geta bæði fjölgað sér og sérhæfst í sérstakar frumugerðir. Í 3-5 daga fósturvísi, svokallaðri kímblöðru, mynda um 30 frumur innri frumumassa sem þroskast síðan og brey...

Nánar

Af hverju finnst orðið ritmálsskrá ekki í Orðabók Háskólans?

Spurningin í fullri lengd er á þessa leið: Af hverju finnst orðið ritmálsskrá ekki í Orðabók Háskólans þó að það sé notað á titilsíðu orðabókarinnar?Orðið ritmálsskrá var búið til á Orðabók Háskólans til þess að lýsa ákveðinni skrá sem stofnunin lét vinna að. Ábendingin er góð, auðvitað ætti orðið að vera í safni ...

Nánar

Hvað tóku siglingar á landnámsöld langan tíma?

Tíminn sem það tók að sigla tiltekna leið á landnámsöld var mjög breytilegur. Menn hafa verið fljótastir þegar þeir höfðu hæfilegan meðbyr en mestan tíma tók ferðin ef mótvindur var eða svo hvasst að öldugangur knúði menn til að slá af ferðinni. Stundum tók ferðin þá mjög langan tíma, til dæmis nær allt sumarið. E...

Nánar

Hvaða ár mun Hekla gjósa næst?

Það er ekki hægt að vita nákvæmlega hvenær Hekla gýs næst. Þegar Hekla gaus árið 1947 töldu menn að hún gysi reglulega á 100 ára fresti. Næst hefði hún þess vegna átt að gjósa nálægt 2045. Þetta gekk ekki eftir og síðan hefur Hekla gosið 1970, 1980, 1991 og 2000. Miðað við það ætti hún að gjósa næst nálægt 2...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um vöðvavefi dýra?

Helstu flokkar vöðvavefja hjá hryggdýrum eru sléttir vöðvar, þverrákóttir vöðvar og hjartavöðvinn. Þessir vöðvavefir hafa mismunandi eiginleika og útlit. Þverrákóttir vöðvar samanstanda af löngum frumum sem geta orðið allt að 4 cm á lengd. Þessar frumur eru sívalar og innihalda marga kjarna (ekki einn kjarna ...

Nánar

Er hægt að heyra hárið og neglurnar vaxa?

Höfundur getur sér þess til að spurningin eigi rætur að rekja til þekkts barnalags: Ég heyri svo vel, ég heyri grasið gróa. Ég heyri svo vel, ég heyri snjóinn snjóa. Ég heyri svo vel, ég heyri orminn mjóa, heyri hárið vaxa, heyri neglurnar lengjast, heyri hjartað slá. En þá er spurningin, er þetta hægt í alv...

Nánar

Hver var Hannibal Lecter?

Hannibal Lecter hefur aldrei verið til í raun og veru en hann er persóna í þekktum skáldsögum eftir ameríska rithöfundinn Thomas Harris. Eftir skáldsögunum hafa verið gerðar kvikmyndir og er Lömbin þagna væntanlega sú sem flestir þekkja. Nafnið Hannibal Lecter er eflaust það fyrsta sem kemur upp í huga margra þ...

Nánar

Hvernig segir maður eitur á forngrísku?

Við ætlum að svara þessari spurningu einfaldlega með því að benda spyrjanda á tvær slóðir þar sem hægt er að fletta upp grískum orðum með því að slá inn ensk heiti. Eitur á ensku er poison. Hjá English-Greek Word Search er hægt að fá leitarniðustöður úr nokkrum orðabókum og hér sést niðurstaða þegar orðið eitur...

Nánar

Fréttamönnum verður tíðrætt um "alþjóðalög". Hvar situr það löggjafarþing er lögin setur? Á orðið sér einhverja stoð?

Með alþjóðalögum er átt við reglur sem gilda í lögskiptum ríkja, það er samskiptum sem lúta ákvæðum laga. Einnig þær réttarreglur sem gilda um starfsemi alþjóðastofnana. Aðallega er því um að ræða ákvæði alþjóðasamninga, venjur og meginreglur. Ekkert eitt löggjafarþing setur reglurnar heldur eru þær settar af þeim...

Nánar

Er til íslenskt orð yfir phubbing?

Margir hafa vanið sig á að líta á símann sinn hvar sem er, til dæmis á fundum eða veitingastöðum. Þetta fyrirbæri, sem flestir þekkja, hefur fengið heitið phubbing á ensku og er sett saman úr ensku orðunum phone ‘sími’ og snub ‘hunsa’. Phubbing er hunsunin sem maður sýnir öðrum með því að líta á símann í stað þess...

Nánar

Hversu margir deyja árlega af völdum krókódíla?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Við erum 3 ungmenni (fædd ´86) úr Kvennaskólanum í Reykjavík og vonumst til þess að geta fengið svar við einni spurningu um krókódíla fyrir kl 8:10 á föstudag, ef það er mögulega hægt? Við erum að flytja fyrirlestur um krókódíla og okkur vantar nauðsynlega að vita hversu mar...

Nánar

Hvað er til ráða gegn ristilkrampa?

Ristilkrampi eða iðraólga eru truflanir á starfsemi ristilsins. Þetta lýsir sér á þann hátt að í stað þess að reglubundinn samdráttur eigi sér stað í ristlinum þannig að hann flytji fæðuna taktvisst áfram, verður samdráttur á mismunandi svæðum samtímis og fæðan færist því oft treglega í gegn. Einnig getur frásog á...

Nánar

Hvað eru jambar og hvernig tengjast þeir sonnettu?

Ítalska sonnettan er bragform með 14 ellefu atkvæða jambískum eða spottkveðnum braglínum. Jambar eru stígandi tvíliðir eins og til dæmis þessi braglína eftir Stefán frá Hvítadal: "Í kveld/ er allt/ svo hreint/ og hátt". Hugtakið bragliður er notað um einingar sem mynda línu í ljóði. Hrynjandi í skáldskap á kla...

Nánar

Fleiri niðurstöður